18.9.2011 | 11:59
Komi aftur að samingaborðinu!!
Hann er fyndinn, haukurinn hann Netanyahu, því allir vita að það eru stjórnvöld í Ísrael sem hafa rofið samningaviðræðurnar með því að leyfa sífellt fleiri byggingar harðlínu- og heittrúargyðinga á hernumdu svæðunum, þvert á samkomulag sem komið var.
Ástæðan fyrir því að Palestínumenn sækja um í SÞ sú að stjórnvöld í Ísrael brjóta alla samninga og alþjóðlegar samþykktir, svo sem að leyfa nýnemabyggðir á palestínsku landsvæði.
Almenningur í landinu er hins vegar búinn að fá nóg af þessu þrátefli - og svo einn og einn pólitíkus.
Þungaviktarmaður í stjórninni, Verkamannaflokksmaðurinn og innanríkisráðherrann Ben-Eliezer, hefur nú tilkynnt að Ísraelsstjórn sé reiðubúin að stöðva allar framkvæmdir á palestínsku landi og láta Golanhæðir af hendi til Sýrlendinga.
Ástæðan er hræðsla við Íran og tilraun til að bæta orðspor landsins í augum Vesturlandabúa.
Sjá http://www.dn.se/nyheter/varlden/israel-berett-att-frysa-bosattningar
Nú er því um að gera fyrir helstu stuðningsmenn Ísrael, USA, að láta aðildarumsókn Palestínumanna verða til þess að pressa Ísraelsmenn aftur að samningarborðinu og banna frekari landnemabyggðir.
Dæmd til að mistakast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 2
- Sl. sólarhring: 95
- Sl. viku: 357
- Frá upphafi: 459281
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 316
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.