18.9.2011 | 11:59
Komi aftur að samingaborðinu!!
Hann er fyndinn, haukurinn hann Netanyahu, því allir vita að það eru stjórnvöld í Ísrael sem hafa rofið samningaviðræðurnar með því að leyfa sífellt fleiri byggingar harðlínu- og heittrúargyðinga á hernumdu svæðunum, þvert á samkomulag sem komið var.
Ástæðan fyrir því að Palestínumenn sækja um í SÞ sú að stjórnvöld í Ísrael brjóta alla samninga og alþjóðlegar samþykktir, svo sem að leyfa nýnemabyggðir á palestínsku landsvæði.
Almenningur í landinu er hins vegar búinn að fá nóg af þessu þrátefli - og svo einn og einn pólitíkus.
Þungaviktarmaður í stjórninni, Verkamannaflokksmaðurinn og innanríkisráðherrann Ben-Eliezer, hefur nú tilkynnt að Ísraelsstjórn sé reiðubúin að stöðva allar framkvæmdir á palestínsku landi og láta Golanhæðir af hendi til Sýrlendinga.
Ástæðan er hræðsla við Íran og tilraun til að bæta orðspor landsins í augum Vesturlandabúa.
Sjá http://www.dn.se/nyheter/varlden/israel-berett-att-frysa-bosattningar
Nú er því um að gera fyrir helstu stuðningsmenn Ísrael, USA, að láta aðildarumsókn Palestínumanna verða til þess að pressa Ísraelsmenn aftur að samningarborðinu og banna frekari landnemabyggðir.
![]() |
Dæmd til að mistakast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 227
- Frá upphafi: 462560
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 196
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.