19.9.2011 | 11:50
Hvað með refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Jemen?
Fréttirnar frá Jemen eru keimlíkar þeim fréttum sem heyrðust frá Libýu í upphafi átakanna þar og sem hafa heyrst frá Sýrlandi nú um langt skeið.
Bæði Libýa og Sýrland hafa verið beitt refsiaðgerðum. Eigur ríkjanna erlendis hafa verið frystar, sem og ráðamanna - og fleiri refsiaðgerðum beitt (viðskiptabann og fl).
Hins vegar hafa stjórnvöld í Jemen fengið að vera óáreitt hingað til þó svo að mótmælin í landinu gegn þeim hafi staðið mánuðum saman.
Erlendum fréttamönnum í landinu, en þeir eru þar fjölmargir, ber saman um að mótmælin í gær hafi verið friðsamleg, en samt var skotið á mótmælendur.
Þetta er skýrt brot á mannréttindum almennings og ætti að kalla á viðbrögð alþjóðasamfélagsins.
Ástæðan fyrir því að það gerist ekki, er eflaust að finna í því að stjórnvöld þar eru markaðssinnuð, leyfa fjárfestingu vestrænna fyrirtækja í landinu - og hafa verið þægir stuðningsmenn vestrænna hagsmuna á svæðinu.
Þá gildir ekki það sem leiðtogi danskra jafnaðarmanna, sem vann kosingarnar um helgina, sagði að ríkisstjórn hennar myndi framfylgja. Þ.e. þeirri stefnu sem verið sé að framfylgja í Libýu, eða að ráðast á þær þjóðir þar sem stjórnvöld brytu á þegnum sínum.
Já, það er ekki sama hann Jón eða veslingurinn hann séra Jón.
Skjóta á mótmælendur í Sanaa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 101
- Sl. viku: 355
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 314
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.