26.9.2011 | 08:27
Hvað með Jemen?
Það er merkilegt hversu lin vestræn ríki eru gagnvart Jemen, miðað við hörkuna gegn Sýrlandi nú og áður gegn Gaddafistjórninni í Libýu.
Egyptaland er meira að segja samanburðarhæft enda uppreisnin í Jemen líkust mest uppreisninni þar. Þar skiptu aðgerðir og yfirlýsingar vestrænnaríkja miklu máli.
Undanfarna daga og vikur hefur fjöldi mótmælenda verið drepinn í Jemen - og nú síðast á svipaðan hátt og gerðist á Friðartorginu í Kairó í sumar.
Mótmælendur höfðu tjaldað á aðaltorginu í höfuðborg Jemen. Var þá gerð árás á þá með skothríð leyniskytta auk þess sem herbílar keyrðu inn á torgið og yfir tjöldin - og drápu fjölda manns.
Viðbrögðin erlendis við tíðindunum frá Kairo voru mikil en nú heyrist ekki múkk.
Einnig heyrist ekkert þó svo að einræðisherra landsins sé aftur kominn heim eftir sjúkrahúsvist í Saudi-Arabíu. Hann hefur enn látið vera að samþykkja friðartillögur sem Samtök Persaflóaríkja hafa lagt fram - og kemst upp með það.
ESB herðir á viðskiptaþvingunum gagnvart Sýrlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.