11.10.2011 | 08:47
Skipulagsstofnun og umhverfismálin
Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem Skipulagsstofnun gefur afslátt af mati á umhverfisáhrifum. Það sama gerðist hvað Krossanesverksmiðjuna varðaði - og með þekktum afleiðingum.
Nú er það auðvitað svo að Umhverfisstofnun getur ákveðið að þetta mat fari fram og þannig hnekkt úrskurði Skipulagsstofnunnar. Einnig ætti umhverfisráðherra að geta gert það sama.
Mengunarmál við Grundartanga hafa lengi verið í miklum ólestri. Má sem dæmi nefna flúormengun sem er langt yfir leyfilegum mörkum - en ekkert gert með - sem og þau tvö mengunar"slys" sem orðið hafa á undanförnum misserum en ekki tilkynnt um fyrr en eftir dúk og disk.
Það hlýtur að vera eðlilegt fyrir græn stjórnvöld að taka kvartanir Umhverfisvaktarinnar alvarlega, fara fram á mat á umhverfisáhrifum þessarar fyrirhuguðu verksmiðju - og rannsaka þær ásakanir um víðtæka mengun frá starfseminni við Grundartanga.
Ef ekki þá er stór spurning hversu græn þau eru - og svo auðvitað hversu vinstri þau eru, ef hagsmunir fyrirtækja eru alltaf teknir framfyrir hagsmuni almennra borgara.
Krefjast umhverfismats í Hvalfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.