Er ekki kominn tími til að rannsaka þetta félag?

Saga Isavia hefur alla tíð verið nokkuð vafasöm.

Fyrst með Flugstoðum og framgöngu þeirra í Pristina í Albaníu þar sem fullyrt er að þeir hafi tæmt sjóði sem flugvöllurinn þar átti að fá, svo hvernig þeir komust yfir nafnið Isavia, sem annað félag hafði notað til fjölda ára, og svo núna þennan mikla taprekstur þrátt fyrir stóraukna innkomu.

Mér skilst að þetta félag sé hlutfélag í opinberri eigu og því sjálfsagt að Ríkisendurskoðun fari í saumana á því hvernig á þessi miklu skuldsetningu stendur.

Ljóst er af orðum talsmanns félagsins að ætlunin sé að velta þessari skuldsetningu yfir á ríkið, þrátt fyrir stórauknar tekjur Isavia: "Ljóst er að enn um sinn muni ríkissjóður verða að fjármagna sérstaklega öll stærri verkefni við endurbætur og uppbyggingu flugvallarmannvirkja og flugleiðsögubúnaðar svo fullnægjandi framþróun og öryggi í flugsamgöngum verði tryggð með bestum hætti"!

Í hvað ætli tekjurnar fari þá?


mbl.is Tap Isavia 497 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband