12.10.2011 | 16:41
Eins og að láta þjófinn rannsaka þjófnaðinn
Merkilegt að Orkuveitan sé fengin til að rannsaka eigin verknað - og hvaða áhrif hann hafi.
Maður hefði haldið að nóg væri af sérfræðingum hjá HÍ eða Norrænu eldfjallastöðinni til að rannsaka svona lagað - án þess að hafa nokkra hagsmuni að gæta.
Jafnvel fólk frá Viðlagasjóði væri heppilegra til að rannsaka hvort sjálftarnir hafi áhrif á mannvirki í nágrenninu, svo sem í Hveragerði, og hver skaðabótaskylda Orkuveitunnar sé ef svo væri.
Onei, Orkuveitan var það heillin. Hún rannsakar sig sjálf - og niðurstöðurnar verða væntanlega eftir því.
Það að Orkustofnun hafi umsjón með rannsókninni breytir engu þar um. Hún hefur margoft sýnt sig ganga erinda orkuframleiðenda.
Síðastu dæmin um það eru þegar hún leyfði Landsvirkjun tilraunaboranir í Grænadal og Gjástykki, þvert ofan í rammaáætlunarvinnu stjórnvalda og þvert gegn áliti Umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúruverndarstofu.
Orkustofnun og Orkuveita Reykjavíkur eru það nátengdar stofnanir að vel er réttlætanlegt að tala um þær sem eina.
Útkoman er því greinilega fengin áður en sjálf úttektin hefst.
![]() |
Úttekt á skjálftavirkninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 462893
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 69
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.