Furðulegt bréf frá stjórnmálamönnum?

Er ekki eðlilegt að senda manninum nú þegar "furðulegt bréf", þ.e. uppsagnarbréf?

Hann er jú starfsmaður ríkisins og þannig undir "stjórnmálamönnum" kominn, en sendir yfirboðurum sínum með þessum orðum tóninn og sýnir þeim með því lítilsvirðingu.

Og af hverju ætti eignarhald ríkisins á bankanum að vera óeðlilegt? Vegna þess að þá þarf bankastjórinn að sæta eftirliti og jafnvel aðhaldi í starfi, sem hann þyrfti ekki ef bankinn væri einkavæddur?

Ég legg það til að þessi maður verði umsvifalaust rekinn og annar ráðinn í staðinn sem virkilega vill hreinsa til í bankanum - og bankakerfinu sem slíku.

En það verður auðvitað ekki gert. Það má ekki "handstýra" bönkunum, ekki einu sinni þeim sem eru í eigu ríkisins. Milli pólitíkusana og fjármálastofnana verður að vera "meira en armlengd".

Þetta veit Steinþór og rífur því kjaft.


mbl.is Eignarhald ríkisins óeðlilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 238
  • Frá upphafi: 459931

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 210
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband