29.10.2011 | 11:18
Stríðsglæpir NATÓ
Það hlýtur að vera kominn tími til að rannsaka hernaðaraðgerðir NATÓ í Libýu og hversu mjög þeir hafa farið út fyrir valdsvið sitt, þ.e. að vernda almenna borgara í landinu.
Þessar fréttir um loftárásir NATÓ á fjölbýlishús í Sirte og mikið mannfall almennra borgara er aðeins ein í röð fjölda slíkra. Er skemmst að minnast loftárásar franskra og bandarískra flugvéla á bílalest Gaddafis á flóttanum frá Sirte - og svo aftakan á syni hans og fjölskyldu í loftárás Dana á heimili þeirra nú í sumar.
Í yfirlýsingu eiginkonu Gaddafis kemur fram að NAÓ hefði fylgst með venjum sonarins og vitað að hann missti aldrei af kvöldbænum. Þá var fjórum sprengjum varpað til að drepa hann og ekkert skeytt um það þó svo að fjölskyldan færi einnig.
Í ljósi þess að stríðsglæpadómstóllinn í Haag ætlar að rétta yfir enn einum syni Gaddafis þá hljótum við, sem meðlimsland í bandalaginu, að krefjast þess að hann rannsaki einnig þessa meintu stríðsglæpi NATÓ.
Þá hljótum við sem meðlimsland í Sameinuðu þjóðunum að fara fram á að sambandið láti kanna hvort NATÓ hafi farið út fyrir umboð sitt frá þeim, m.a. með loftárásunum á Sirte.
Ef það verður ekki gert hljótum við, og þessi alþjóðlegu sambönd og bandalög, að standa berskjölduð frammi fyrir ásökunum um að ætlunin hafi aldrei verið að vernda almenna borgara, heldur einungis að steypa stjórn Gaddafis.
Er ekki einfaldast að viðurkenna það bara og hætta þessum sýndarleik?
![]() |
Líkin hrannast upp í Sirte |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 13
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 169
- Frá upphafi: 461435
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 135
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enn eini sinni hefur Nato farið í hernað til að styrkja stöðu auðhringja í heimsviðskiptum, í þessu tilfelli olíuviðskiptum. Fyrst er vopnum dælt í uppreisnarseggi og næst eru gerðar loftárásir er lögbundin stjórn ver sig gegn þeim. Mér finnst tími til að Ísland snúi baki vid hernaðarstefnu heimsvaldhafa og lýsi sig herlaust land.
Úr Nato í eitt skifti fyrir öll...að öðrum kosti gæti Ísland lagt fram beiðni hjá Nato um loftárásir á stjórnvöld í USA vegna skotárása á friðsæla mótmælendur þar í landi...!
Jón Páll Garðarsson (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 12:20
Ég las fyrir mörgum árum grein í sænsku dagblaði við skæruliða sem var einn af upphafsmönnum stríðinu á Balkanskaganum.
Hann sagði að í upphafi þá voru þeir 30 sem hófu Kosovostríðið.
(Þá er ég ekki að meina Króatíu gegn Serbíu)
Bandaríkin, Nato o.m.fl. kepptust við að senda vopn og peninga til skæruliða sem gátu í kraft af peningasendingum þjálfað upp
her og mútað þeim sem þurfti að múta.
Aðalmarkmiðið var að koma múslimum til valda. Það tókst.
Nú spyr maður sig, hversu lengi þurfa S.Þ. að hafa löggæslu í þessum löndum. Nato, Hvar er friðurinn. Hversu margir voru myrtir? Afhverju finnast bara fjöldagrafir eftir Serba. ekkert finnst eftir skæruliðamúslimana.
Og að síðustu, Afhverju eru bandaríkjamenn að koma Evropu á kaldan klaka? Ég skil það ekki því nú eru Evrópuþjóðir algerar
undirlægjur Ameríkana alla daga síðan eftir seinni heimstyrjöld
Þessa hluti þyrfti nú að rannsaka frá grunni. Hvaða dómstóll vill taka það að sér? ? ?
Jóhanna (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.