Mogginn fyrstur með fréttirnar!

Það er sama hversu maður þaulles erlenda fjölmiðla, nær enginn þeirra minnist á þessa frétt.

Enda ekki nema von. Hún minnir illilega á fréttir frá Írak fyrst eftir fall landsins. Þar átti allt að vera morandi í kjaRnorku- og efnavopnum en það allt sýndi sig vera fals.

Ég býst við að fjölmiðlar, sem eru vandir að virðingu sinni, bíði eftir því að Alþjóðakjarnorkustofnunin rannsaki þetta og gefi út yfirlýsingar vegna þessa.

Einungis þeir sem mest er vinveittir NATÓ og hernaði þeirra gegn öðrum þjóðum stökkva á frétt sem þessa.


mbl.is Gereyðingarvopn í Líbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allur í samsæriskenningunum?

Munurinn á þessari frétt og þeim sem komu eftir Írak, aðþað hefur ekki verið neinn feluleikur varðandi efnavopnin í Libíu. Það hefur alltaf verið upp á borðum að Libía var með fullt af efnavopnum. Írakar héldu því hinsvegar fram að þeir væru ekki með nein efnavopn.

Þangað til í byrjun þessa árs (áðuren mótmælin gegn Gaddafi byrjuðu) þá hafði OPCW(Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons) yfirumsjón með eyðingu efnavopna Libíu.

Varðandi "kjarnavopnin". Í september var eftirfarandi gefið út af IAEA (International Atomic Energy Agency)
"We can confirm that there is yellow cake stored in drums at a site near Sabha ... which Libya previously declared to the IAEA."

Kannski ástæðan fyrir að þetta sé ekki headline á öllum fréttamiðlum er að þetta er ekkert fréttaefni lengur, heldur er þetta endurtekning á því sem áður hefur komið fram.

Fyrir einhvern sem að þaulles erlenda fjölmiðla þá hefði þetta varla átt að koma þér á óvart.

Jónatan (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460034

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband