1.11.2011 | 17:37
Fyrirsláttur?
Það hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hver hafi kvartað yfir þessum tjöldum - og af hverju meira er tekið mark á slíkri "kvörtun" en kvörtunum yfir reglulega endurteknum tunnuslætti við setningu alþingis, já og eggja- og skítkasti yfir þingmenn.
Þessi mótmæli fóru á allan hátt friðsamlega og hljóðlega fram - og trufluðu fáa, nema þá helst lögregluna.
Framkoma hennar gagnvart tjaldbúum í nótt var auðvitað til háborinnar skammar - og eflaust brot á rétti fólks til mótmæla.
Það hlýtur einnig að vekja furðu hversu lin löggan er annars vegar við pelsklæddu kellingarnar á stóru jeppunum sem hafa verið að mótmæla við þingsetningar undanfarið og svo við þetta unga fólk sem nú er að mótmæla.
Aðgerðir lögreglunnar nú minna á framferði hennar fyrir Hrun þegar hún beitti Saving Iceland-hópnum ítrekað ofbeldi meðan hún lét ærandi bílflaut vörubílastjóra óáreitt, svo dæmi sé tekið.
Er ekki komi tími til að innanríkisráðherra fari að setja lögreglunni starfsreglur til að fara eftir, reglur sem kveða á um að komið sé á sama hátt fram við alla mótmælendur?
Tjöldin fjarlægð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.