"orðið áhyggjuefni"?

Enn ein sérkennileg þýdda fréttin á mbl.is

Það er eins og menn hafi engan blaðamannaheiður á þessum miðli - og hafi engan áhuga á að vinna á sjálfstæðan hátt úr fréttinni.

Það er auðvitað vitað að hernaðarmaskína Bandaríkjamanna verður að fá að mala áfram. Nú er að losna herafli í Írak og brátt hefst brottflutningur hermanna frá Afganistan. Sigur er unnin í Libýu.

Þá er um að gera að snúa sér að næsta öxulveldi hins illa, sem sé Íran. Vandamálið er þó hvaða tylliástæðu skuli nota. Þetta með meint tilræði við sendiherra Saudí-Arabíu gengur ekki því ekki einu sinni Sádar hafa áhuga á henni.

Næst er því gripið til meintar kjarnorkuáætlunar Írana. Erfiðleikarnir við það eru þeir að Íranir eru sífellt að verða samvinnuþýðari við Alþjóðakjarnorkustofnunina. Auk þess hefur tónninn í ráðamönnum í Íran mildast undanfarið, en ekki harðnað eins og fullyrt er í fréttinni.

Þrátt fyrir erfiðleikana við að finna haldbæra ástæðu til árásar, er mjög líklegt að það verði samt sem áður látið til skarar skríða. Líklega verða það Ísraelsmenn sem verða látnir draga vagninn í þetta sinn með loftárásum á kjarnorkuver í Íran - líklega með eigin kjarnorkuvopnum (léttum). Það er auðvitað hlálegt ef að svo verður, því ef einhverjir hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum á laun þá eru það Ísraelsmenn.

En fyrir herra alheimsins, Bandaríkjamenn og leppa þeirra, skipta skoðanir heimsins engu máli. Þeir fara því fram sem þeim sýnist  -eins og innrásin í Írak er gott dæmi um.

Og það eru engin öfl í heiminum sem getur staðið gegn þessum dæmalausa yfirgangi.

 


mbl.is Undirbúa stríð gegn Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég bið almættið algóða um að hjálpa öllum heimsbúum.

Það dugar ekkert annað en almættið algóða núna, til að bjarga þessari jörð og fólkinu sem á henni býr. 

Jörðin er raunveruleg eign okkar allra, sem búum á jörðinni, og enginn hefur leyfi til að stjórna þeirri staðreynd

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.11.2011 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband