3.11.2011 | 20:11
Sölvi ekki góður
Þessi leikur hlýtur að setja spurningarmerki við getu Sölva Geirs í alþjóðlegum bolta. Hann er duglegur og ógnandi þegar hann fer fram í föstum leikatriðum, en brýtur oft illa af sér og er lítið með í uppspilinu. Þá er hann með leiðinlega hegðun á vellinum, mótmælir oft dómum og er með stæla.
Ragnar Sigurðsson kom miklu betur út í þessum leik, varðist vel og kom boltanum iðulega til samherja út úr vörninni.
Ragnar hlýtur að hafa treyst sig í sessi með þessum leik, en Sölvi fengið á sig nokkur spurningarmerki.
Vonandi var Lars Lagerbaeck á Parken í kvöld til að fylgjast með íslensku leikmönnunum. Eðlilegt er að þeir myndi miðvarðarparið í landsliðinu í framtíðinni. Þó er staða Sölva slakari, að mínu mati, en Ragnars eftir þennan leik.
Þá var athyglisvert að sjá hversu margir Þjóðverjar voru á leiknum í Kaupmannahöfn í kvöld, fjölmiðlar ytra töluðu um allt að 10.000 manns. Þetta segir okkur að Danmörk er í raun aðeins lítill skagi út úr Þýskalandi - og svo nokkrar eyjar þar fyrir austan!
Og við sem voru eitt sinn nýlenda undir þessum aulum!!!
![]() |
Sölvi Geir og Ragnar í tapliði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.4.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 91
- Frá upphafi: 462977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 84
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.