9.11.2011 | 20:13
Sérkennileg rök
Rök bankamálaráðherra Samfylkingarinnar í málefnum Grímsstaða á Fjöllum eru sérkennileg vægast sagt.
Hann boðar einangrun landsins við það eitt að hafna uppkaupum á 3% Íslands! Langt hafa Samfylkingarmenn gengið í sölu landsins en sjaldan eins og nú.
Og það merkilega er að enginn tekur undir þetta nema þingmenn Samfylkingarinnar. Þeir eru greinilega komnir í bullandi stjórnarandstöðu við eigin ríkisstjórn. Kristján Möller, Magnús Orri Schram(!) og nú Árni Páll.
Rökin í þessu máli eru eins hlægileg og frekast má vera. Það er eins og ráðherra hefði á sínum tíma mótmælt sjálfstæðisyfirlýsingu þjóðarinnar árið 1944 með þeim rökum að þetta gæti þýtt að Ísland einangraðist frá umheiminum (sbr. ummæli Árna Páls um lærdóminn af sögunni).
Hættulegt að lokast frá umheiminum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 78
- Sl. sólarhring: 163
- Sl. viku: 327
- Frá upphafi: 459248
Annað
- Innlit í dag: 67
- Innlit sl. viku: 294
- Gestir í dag: 66
- IP-tölur í dag: 66
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ÞESSIR MENN ERU BLANKIR !! FÁ PENINGA FYRIR AÐ SELJA SITT EIGIÐ FÖÞURLAND !
Erla Magna Alexandersdóttir, 9.11.2011 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.