10.11.2011 | 12:43
Samfylkingin í stjórnarandstöðu?
Það er merkilegt að heyra tóninn í Samfylkingarþingmönnunum Kristjáni Möller og Magnúsi Orra Schram vegna Grímstaðamálsins. Pirringurinn í garð ráðherra Vinstri grænna leyna sér ekki - enda tóninn harður.
Svo virðist sem þessir og fleiri þingmenn Sf, meira að segja einn ráðherrann, séu í miklu harðari stjórnarandstöðu við Vg um þessar mundir, en hinir raunverulegu stjórnarandstöðuþingmenn.
Samfylkingin er greinilega að verða helsti málsvari landsölunnar- og taka þar upp merkið frá því fyrir hrun.
Menn virðast gleyma umræðunni um HS Orku og hversu hæpið það er að leyfa óheftar fjárfestingar útlendinga í landsgæðum á Íslandi. Þar voru þó Samfylkingin og Vinstri grænir sammála (að mestu).
Hvað nú hefur breyst er ekki vitað, en greinilegt er að áðurnefndir Samfylkingarþingmenn hafa fullan huga á öðru stjórnarsamstarfin en með Vg.
Kannski ætti Jóhanna Sigurðardóttir að fara að smala köttum í eigin garði?
Fundin verði leið sem allir geti fellt sig við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hef verið að hugsa það sama Torfi.
Er fariið að bera á óþoli hjá SF fyrir því að komast sem fyrst aftur í faðm Sjálfstæðisflokksins ?
hilmar jónsson, 10.11.2011 kl. 13:03
Samspillingin er orðin einskonar "konsentrat" af því sem menn hafa talið Sjöllum til foráttu, nefnilega það að Spillingunni hefur tekist að gera minna og svíkja fleira á sl. 2 árum en Sjallarnir á 10 þar á undan
Óskar Guðmundsson, 10.11.2011 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.