17.11.2011 | 20:02
Hjálp við að svíkja undan skatti samræmis ekki stjórnun Fjármálaeftirlitsins
Já, maðurinn verður auðvitað að segja af sér - og átti aldrei að vera ráðinn. Þetta var í raun vitað allan tímann, aðeins ekki það hvað virkur hann var.
Maður, sem starfaði við það að hjálpa innlendum aðilum við að svíkja undan skatti með að færa fé sitt í skattaskjól, getur ekki verið forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Svo einfalt er það.
Gunnar virkur í starfi aflandsfélaga Landsbankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður kallinn, möndlaði með aflandsfélög hjá Landsbankanum, til að komast undan skatti og skyldum, á meðan Landsbankinn var í eigu íslenska ríkisins. Er hægt að vera með buxurnar meira niður um sig?
Magnús Sigurðsson, 17.11.2011 kl. 20:53
Trúverðugleiki mannsinns er allavega ekki upp á marga fiska ef rétt reynist, og óskiljanlegt að ekki skuli vera vandað betur til ráðninga í svona embætti og valið fólk sem er hafið yfir allan vafa, hæfni mannsins er jafnt fyrir bý hvort sem sakir eru fyrndar eða ekki.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 20:54
Auðvitað segir maðurinn af sér ef hann þjáist ekki af hættulegustu tegund siðblindu. Það ætti einnig að skoða feril Gylfa Arnbjörnssonar( ASÍ) ef ég man rétt þá var umræða um eignarhald hans á fyrirtæki í Lux. Það er hinsvegar spurning hvort nokkuð komi út úr því, vegna þess að þessir menn muna aldrei neitt, höfðu ekki aðgang að innherjaupplýsingum eða vissu einfaldlega ekki að þeir þyrftu að greiða skatta af þeim tekjum sem þeir höfðu. En hvernig er það borgar nokkur skatta, ef peningunum var stolið?
Sandy, 17.11.2011 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.