Fáránlegt

Það er löngu búið að sýna fram á að aukinn vopnaburður lögreglunnar kallar á aukinn vopnaburð afbrotamanna. Ef lögreglan er ekki vopnuð þá er minni hætta á að afbrotamaðurinn vopnast.

Síðustu atburðir breyta engu um það. Hér voru sem betur fer Íslendingar að verki svo ekki er hægt að ásaka útlendinga um verknaðinn og nota það sem tylliástæðu til að vopnast.

Besta leiðin til að koma á lögregluríki hér sem annars staðar, er að vopna lögregluna.

Vonandi stendur innanríkisráðherra gegn því, þó svo að margt bendi til þess að hann sé full fús til að láta undan þrýstingi lögreglunnar.

Það er nóg að hafa vopnaða sérsveit - og hafa haft einn byssuóðan ráðherra - þó svo að fleira þessháttar bætist ekki við.


mbl.is Vopn í lögreglubílum möguleiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, ég er allveg sammála þessu. Þetta er einnig besta leiðinn til þess að auka spillingu og ofbeldi af hálfu lögreglunnar. Enda lögreglu ofbeldi þekkt víða. Margar löggur eru ekkert annað en lög giltir glæpamenn. Samkvæmt lögum ber að kæra allt lögreglu ofbeldi, til dómstóla. Held líka það þetta sé besta leiðinn til þess að fá lögreglumann drepin við skildu störf það er að vopna lögregluna.

Kristjan Birnir Ivansson (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 17:35

2 identicon

Ég vona að þegar þið tveir þurfið á aðstoð skotvopnaðra(nýtt orð :) lögreglumanna að sérsveitin verði nálægt. Því annars mun hin venjulega óvopnaða lögga bara horfa á úr öruggri fjarlægð á meðan allt fer til fjandans. Vel gert.

Bahh

Hallur (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 17:48

3 identicon

"þessi mál eru til skoðunar í nágrannlöndunum" ?

Lögreglan í Skandinvíu er vopnuð skammbyssum og hefur verið lengi. Glæpamenn skjóta yfirleitt á aðra glæpamenn og heitir það "uppgjör í undirheimunum". Oft drepa þeir hvorn annann sem betur fer, hvort sem lögreglan er vopnuð eða ekki. Það kemur fyrir að saklausir borgarar verði á milli og særast eða falla.

Það er líka vinsælt að sprenja upp pizziríur og kebab sjoppur, ef verndargjald er ekki greitt.

" Hér voru sem betur fer Íslendingar að verki" . Viltu þá meina, Torfi, að þróunin sé á réttri braut í Íslenska samfélaginu, eða hvað meinar þú?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 18:19

4 identicon

Ef við lítum á það sem er að gerast i nágrannalöndum okkar, þá hafa borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn gefist upp á að heyja vopnaða barráttu við glæpasamtökin sem stjórna kannabismarkaðinum í borginni. (kannabis er lang viðfangsmesta efnið á fíkniefnamarkaðinum enda notendur þess töluvert fleiri en notendur annara efna.)

Nú þegar hafa borgaryfirvöld í köben kosið um að lögleiða skuli kannabisefni. Með samþykkji mikils meirihluta (39 á móti 9). Nú bíða menn eftir staðfestingu Danska þingsins.

http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/denmark/8899243/Copenhagen-votes-to-legalise-marijuana.html

Páll Þorsteinsson (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 18:43

5 identicon

Og hvaða saga hefur löngu sýnt að þetta kapphlaup er til staðar? nú er löggan yfirleitt betur vopnum búin og betur þjálfuð en glæponarnir? Nema þegar um ex-military er að ræða? Ekkert tilfinningarúnk, komið með alvöru data!

Hallur (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 19:24

6 identicon

Æ, mér líst ekki á þetta. Ég efast um að útkallslögreglumenn hafi eitthvað svigrúm til að æfa sig með byssur ofan á annað.

Það þarf ekki að byssuvæða lögreglubíla, heldur auka framlög til lögreglu, svo útkallslið sé a) óþreyttara og b) ögn fjölmennara. Þetta tvennt myndi stórauka öryggi hennar sjálfrar og okkar almennings.

Þessum byssum yrði bara hnuplað úr bílunum. Tvær löggur hendast út úr bíl til að sinna aðkallandi máli. Rumpulýður fer inn í bílinn á meðan og nær sér í byssu og slasar sig með henni á gamlárskvöld. Ráðherra fær skammir..ble ble..dæmigert íslenskt klúður einhvernveginn..

Bill (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband