Möller enn með múður!

Þetta er auðvitað kjaftæði eins og allt annað sem kemur frá stóriðjufurstanum Kristjáni Möller. Hér er hvorki verið að tvískatta né að leggja meira álögur á stóriðjuna en á önnur fyrirtæki.

Þvert á móti. Stóriðjan hefur, ein allra fyrirtækja í landinu, verið undanþegin kolefnisgjaldi þrátt fyrir að menga hundraðfallt meira en öll önnur fyrirtæki hér á landi.

Að mati stóriðjuþursa eins og Möllers þá ætti stóriðja í raun að fá allt frítt í þessu landi. Ekki borga neinn skatt og helst ekkert fyrir rafmagnið.

Enda er það svo. Skattur til stóriðjufyrirtæka er miklu lægri en til annarra fyrirtækja landsins og rafmagnsverðið einnig. Það síðarnefnda er reyndar svo lágt að það er einungis þriðjungur á við rafmagnsverð í Evrópu til slíkra fyrirtækja.

Er ekki kominn tími fyrir Samfylkinguna að fá einhvern annan til forystu í Norðausturkjördæmi fyrir flokkinn? Kristján Möller ef nefnilega kjördæmapotari af verstu sort - og ætti helst hvergi heima nema á safni um úrelta pólitík.


mbl.is Gjaldið fallið um sjálft sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband