Nú skal hefna!

Já, það hefði mátt búast við þessu útspili frá Jóhönnu! Nú skal þess hefnt að vinur Ingibjargar Sólrúnar skuli ekki fá að fjárfesta fyrir einn milljarð í örfoka söndum hér á landi!

Og það kemur auðvitað niður á möguleika þess að hægt sé að stokka upp í sjávarútvegskerfinu - og reyna að færa kvótann aftur heim í héröð.

Á því hefur Samfylkingin (Samspillingin?) engan áhuga, heldur einungis þann að geta leigt kvótann til hæstbjóðanda. Af hverju ætli það sé?  Áhugi á aukinni skattheimtu þeirra ríku?

Varla. Ekki hefur hljóðið í Samfylkingunni verið þannig þegar rætt hefur verið um skattamál. Það má helst ekki skattleggja þá tekjuhærri sérstaklega að hennar mati. Rökin eru nýfrjálhyggjunnar. Það dregur úr athafnaþrá viðkomandi og hætta sé á að við missum þessar elskur úr landi!

Nei, ég tel mig vita ástæðuna. Hún tengist ESB draumnum. Ætlunin er auðvitað að leigja evrópskum aðilum kvótann og gefa skít í að innlendir aðilar sitji einir að auðlindinni.

Þetta er jú stefna Samfylkingarinnar í öðrum málum að undanförnu. Má þar nefna Magma, en gróði HS Orku fer allur úr landi þökk sé Samfylkingunni og þeirri nefnd sem hún setti á laggirnar til að kanna lögmæti starfsemi þessa skúffufyrirtækis (fyrirtækið er ekki einu sinni skattlagt hér) og svo auðvitað Grímsstaðamálið. Að selja eða leigja auðlindirnar úr landi.

Vandamálið fyrir Samfylkinguna við að ná þessu fram er það, að enginn vill í stjórn með þeim, ekki einu sinni Framsókn.

Því andar Jón Bjarnason og VG rólega og hlægja að þessum sífelldu uppákomum hægri-kratanna. 

Annars er auðvitað löngu kominn tími til að hvíla Samfylkinguna á stjórnarsamstarfi. Hún er greinilega ekki samstarfshæf.

 


mbl.is Þetta er ekki stjórnarfrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Góður! Allt hárrétt hjá þér. Geri ráð fyrir að Samfylkingin hafi nú runnið sitt skeið á enda og muni aldrei bjóða fram aftur heldur koma fram undir nýju nafni og kennitölu. Það hefur Jóhanna þegar boðað þegar hún bauð öllum ESB dindlum til samstarfs og bauðst þá til að skifta um nafn á flokknum ef það mætti hjálpa til að sameina ESB dindlana í einum flokki.

Er nú kanski ekki alveg sammála þér um að Grimsstaðir á Fjöllum sé bara örfoka sandar en tilvitnunin er samt góð. Nóg er af örfoka söndum á jörðinni þeirri.

Viðar Friðgeirsson, 27.11.2011 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband