29.11.2011 | 10:29
Loksins frétt um loftlagsráðstefnu SÞ
Það er ótrúlegt til þess að vita hversu lítil umræða er hér á landi um umhverfismál. Þar eru umhverfisyfirvöld, ráðherra, ráðuneyti og Umhverfisstofnun ekki barnanna best. Ekkert hefur heyrst frá þeim um ráðstefnuna þó svo að vænta megi að einhverjir íslenskir embættismenn séu á ráðstefnunni (við skulum vona það allavega).
Umræðan ytra er miklu meiri. Reyndar eru menn vondaufir um árangur. Kýotobókunin rennur út á næsta ári og ekkert virðist koma í staðinn, ekki fyrr en um 2020. Þá er áætlað að meðalhiti á jörðinni hafi þegar hækkað um tvær gráður, en losun gróðurhúsalofttegunda hefur aldrei verið meiri en nú á þessu ári.
Bandaríkjamönnum og Kínverjum er einkum kennt um að ekki sé hægt að ná nýju samkomulagi. Er USA talin eiga þar meiri sök þar sem þeir framleiða miklu meira af gróðurhúsalofttegundum en Kínverjar. Bandaríkjamenn neita hins vegar að gefa eftir nema Kínverjar geri það einnig. Þetta er talinn fyrirsláttur veikrar stjórnar Obama, sem á mjög erfitt um vik vegna þvergirðingsháttar repúblikana í málinu.
Heitustu ár sögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 6
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 164
- Frá upphafi: 458205
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 149
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.