29.11.2011 | 22:40
Fjöðrin sem varð að fimm hænum
Það er ljóst að biskup Íslands og sóknarpresturinn í Hafnarfirði hlupu illilega á sig þegar þeir fullyrtu að tillögur Borgarráðs fælu í sér bann við að nefna nafn Jesú í skólum borgarinnar og að fjarlægja ætti "hið andlega, trúarlega úr samfélagi og menningu" þjóðarinnar, eins og biskup orðar það.
Ljóst er að orð biskups um að ekki megi nefna nafn Jesú í skólum borgarinnar eða fara með bæn í kirkjunni þegar skólabörn koma þangað í heimsókn eru staðlausir stafir. Sama má segja um fullyrðingar Hafnarfjarðarklerks um að það sé bannað að fyrirgefa í skólum borgarinnar!
Vonandi verður þetta mál til þess að klerkar landsins fari varlegar í stórkarlalegum yfirlýsingum sínum um þessi mál hér eftir.
Sr. Gísli Jónasson prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og sóknarprestur í Breiðholtsprestakalli á þakkir skilið fyrir yfirvegaða aðkomu að þessu máli og fyrir að hlusta á þá, sem í gömlum stríðsstíl, hafa verið stimplaðir sem óvinir kirkjunnar.
Samtalið er leiðin til að jafna ágreining, ekki tilefnislausar árásir á meintan andstæðing. Það verður kirkjan að læra ef hún vill ekki verða afgangsstærð í íslensku samfélagi.
Með sama sniði og fyrr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.