Hlutdrægnin í Haag

Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur enn einu sinni opinberað hlutdrægni sína í málefnum Afríku. Hann tekur þátt í leiknum með núverandi stjórnvöldum á Fílabeinsströndinni sem gengur út á það að taka pólitískan andstæðing úr umferð.

Allir sem þekkja eitthvað til málanna þarna, og eru hlutlausir, eru sammála um að stríðsglæpirnir voru á báða bóga. Reyndar komu margoft fram tilkynningar frá hjálpar- og mannréttindasamtökum meðan á borgarastyrjöldinni stóð, um að uppreisnarmennirnir, núverandi stjórnvöld, hafi verið miklu stórtækari í ódæðisverkunum - jafnvel drepið tugþúsundir manna með köldu blóði.

En þeim er ekki stefnt fyrir dómstólinn í Haag. Af hverju ekki? Jú vegna þess að núverandi stjórnvöld eru vestrænum ríkisstjórnum þóknanleg, en ekki hinn fyrrverandi. Er skemmst að minnast þess að franski flugherinn tók virkan þátt í bardögunum og gerði meðal annars loftárás á forsetahöllina.

Reyndar bendir allt til þess að sjálf uppreisnin hafa verið af rótum vestrænna aðila. Og nú skal ganga skrefi lengra og fjarlægja mann af vettvangi sem fékk um helming atkvæða í síðustu forsetakosningum.

Já, ástin á lýðræðinu er alltaf jafn mikil hér hjá okkur hinum lýðræðissinnuðu Vesturlöndum.


mbl.is Gbagbo kominn til Hollands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 458384

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband