Verstu hugsanlegu úrslit!

Í raun mátti tvennt ekki gerast í þessari síðustu umferð í kvöld. Að Angóla ynni Þýskaland og að Ísland tapaði fyrir Kína.

Nú er skaðinn skeður. Angóla vann Þýsland og þá skiptir leikurinn við Kína engu máli. Ísland er komið áfram og fær versta, hugsanlega andstæðinginn í 16 liða úrslitum.

Þetta þýðir nær örugglega að eftir leikinn í kvöld verður leikurinn gegn Rússum síðasti leikur íslenska liðsins á HM. Rússar eru nefnilega með sigurstranglegasta liðið og eru taldir með mun betra lið en Norðmenn sem unnu Ísland með 13 marka mun!

Best hefði verið að Þjóðverjar hefðu unnið Angóla og jafnvel að Norðmenn vinni Svartfellinga. Í fyrra tilvikinu hefði íslenska liðið fengið Spán, sem er auðvitað erfiður andstæðingur en ekki ósigrandi, og annaðhvort Hollendinga eða Suður-Kóreu í seinna tilfellinu en þær þjóðir hefðu átt að vera viðráðanlegir andstæðingar.

Þess vegna eru þetta alls ekki frábærar fréttir eins og íslensku íþróttafréttamennirnir keppast við að lýsa yfir!

 


mbl.is Ísland öruggt áfram - mætir Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband