Skiljanlega

Eins og kemur fram í þessari frétt þá er þetta samkomulag ESB-ríkjanna fyrst og fremst gert til að styðja nýfrjálshyggju- og markaðsöflin í Evrópu.

Þá eru allar tilraunir til að styrkja evruna óbeinn dauðadómur yfir skuldsettari ríkjum samstarfsins, því evran er helsta ástæðan fyrir erfiðleikum ríkja eins og Grikklands og Spánar.

Stuðningsmenn flokks Sövndal, SF, skora á hann að krefjast sósíalistískar Evrópu en ekki áframhald nýfrjálshyggjunnar. Evrópusambandinu væri nær að gera eitthvað við atvinnuleysinu og hinum miklu, þjóðfélagslegu vandamálum í stað þess að bjarga bönkunum.

Við hér heima, sem erum búin að fá nóg af nýfrjálshyggjunni hér, hljótum einnig að vara eindregið við inngöngu inn í þetta bandalag þar sem aðeins er tekið tillit til fjármagnsins, til hinna ríku, á meðan þeir fátækari verða enn fátækari.

Samfylkingin, þessi fyrrum jafnaðarmannaflokkur, sér þetta auðvitað ekki því hún fær aldrei nóg af nýfrjálshyggjunni.

 


mbl.is Sövndal gegn samkomulagi ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er flokkskrípið Samspilling einhver jafnaðarmannaflokkur?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband