Ekki allir ánægðir

Það er alls ekki allir ánægðir með það samkomulag sem náðist fram á loftslagsráðstefnunni í Durban í nótt.

Eins og kemur fram í fréttinni þá varð niðurstaðan þríþætt.

1. Kýótó-bókunin, sem rennur út í lok næsta árs, var framlengd á fundinum.

Reyndar segir það ekki mikið því þau ríki sem menga mest, Kína og Bandaríkin með yfir 40%, hafa ekki skrifað undir bókunina.

Kanada, Japan og Rússland hafa lýst því yfir að þau muni ekki endurnýja bókun sína fyrst Kína og USA skrifa ekki undir

2. Viðræður um nýtt bindandi samkomulag, sem myndi ná til allra ríkja heims, mun hefjast á næsta ári og á þeim viðræðum að ljúka 2015. Nýtt samkomulag á að taka gildi fimm árum síðar, eða árið 2020.

Allar þjóðir heims hafa skuldbundið sig til að taka þátt í þessu ferli.

3. Einnig náðist samkomulag um að setja á laggirnar sjóð sem fátækari ríki heims geti nýtt sér í baráttunni við loftlagsbreytingar. Hins vegar liggur ekki fyrir með hvaða hætti eigi að safna fé í sjóðinn sem er galtómur eins og er.

Markmiðið er að safna árlega í sjóðinn upphæð sem nemur yfir 6.000 milljarða króna!

 

Neikvæðu raddirnar láta ekki á sér standa.

Haldið er fram að með því að komast ekki að bindandi samkomulagi strax um takmörkun losunar gróðurhúsalofttegunda sé verið að gefa ríku, iðnvæddu ríkjunum lausan tauminn í mörg ár eða allt til 2020.

Þetta sé mjög alvarlegt mál því eins og er þá leiðir óbreytt, núverandi losun til hlýnunar upp á fjórar gráður.

Þær náttúruhamfarir sem við höfum orðið vitni að undanfarið, þurrkarnir og skógareldarnir í Rússlandi og flóðin í Pakistan, Portúgal og Póllandi, eru bara byrjunin á því sem bíður okkar.

Í lokin má benda á að umhverfisráðherra Norðmanna, Erik Solhem, tók virkan þátt í ráðstefnunni og beitti sér þar mjög.

Hins vegar fréttist minna af íslenska umhverfisráðherranum, Svandísi Svavarsdóttur. Það er ekki einu sinni vitað hvort hún hafi verið á staðnum. Fyrst í gær kom fram að Ísland var með sendinefnd á ráðstefnunni. Er ekki hægt að gera betur?


mbl.is Samkomulag náðist í Durban
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband