11.12.2011 | 16:08
Nokkrar upplýsingar um Rússana!
Fyrst um úrslit í leikjum þeirra hingað til.
Unnu Suður Kóreu (sem urðu þriðju í riðlinum) 39-24, Spán (sem urðu nr. 2) 28-22 og Holland (númer 4) 35-26 (að lokum Kasakstan 34-19).
Meiri tölfræði: 68% skota liðsins verða mark og markmennirnir hafa hingað til varið 48% skotanna sem þeir hafa fengið á sig.
Þessa miklu yfirburði má þakka endurkomu reynslumikilla leikmanna. Ljudmila Bodnjeva er kominn aftur eftir 4 ára fjarveru. Natalia Shipilova hefur einnig fengið áhuga á landsliðinu aftur en Maria Sidorova og Elena Bliznova voru í barnseignarfríi.
Áður snerist spil rússneska liðsins mest í kringum skytturnar en nú eru allir leikmennirnir með í því. Þá eru hraðaupphlaupin næstum fullkomin og ganga hratt fyrir sig! Hornamaðurinn Emilia Turey er gott dæmi um þetta. Hún er á heimsmælikvarða í horninu og getur einnig skotið fyrir utan.
Varnarlega hafa þær einnig bætt sig, eru hreyfanlegri og betur á sig komnar líkamlega.
Og enn er karlremban Trefilov að þjálfa þær. Ætli femínistarnir vita af því?
![]() |
Ísland úr leik á HM í Brasilíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 297
- Frá upphafi: 461713
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 243
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.