Athugasemd við athugasemd!

Sjöunda grein starfsreglna um kirkjur og safnaðarheimili nr.822/2000 hljóðar svo: "Ábyrgð á helgihaldi í kirkju og öðru því sem þar fer fram er á hendi hlutaðeigandi sóknarprests í samráði við sóknarnefnd. … Ábyrgð á starfsemi í safnaðarheimilum og því sem þar fer fram er á hendi umráðanda í samráði við sóknarprest."

Og eins og segir í athugasemd biskups þá eru nýsamþykktar starfsreglur um presta nær samhljóða, þ.e. 9. gr: "Sóknarprestur skal í samráði við sóknarnefnd taka ákvörðun um hvernig afnotum af kirkju er háttað, sbr. starfsreglur um kirkjur og safnaðarheimili og Samþykktir um innri mál kirkjunnar, enda ber hann ábyrgð á því sem þar fer fram."

Þess vegna er illskiljanlegt af hverju biskup er að skipta sér af þessum vinnureglum Selfosskirkju sem virðast að öllu leyti eðlilegar og í fyllsta samræmi við starfsreglur þjóðkirkjunnar.

Auk þess hélt ég nú að hver sá prestur sem gerist sekur um kynferðisbrot missi sjálfkrafa hempuna. Svona athugasemdir frá Biskupsstofu eru því ekki til að auka tiltrú almennings á þjóðkirkjunni hvað það varðar.

Eina hugsanlega skýringin á þessu upphlaupi er sú að biskup sé hér með að vega að sjálfsákvörðunarrétti sóknanna um að ákvarða sjálf afnot af kirkjum. Lesa má það úr eftirfarandi setningu í bréfi biskups:

"Áhorfsmál er hvort sóknarnefnd hafi stöðu til að heimila eða synja ákveðnum prestum afnot af kirkju. Það er rík hefð fyrir því að vel sé tekið á móti þeim aðstandendum sem leitað hafa til annarra presta en sem þjóna viðkomandi sóknarkirkju um athafnir svo sem við skírn, hjónavígslu eða útför. "

Þetta er reyndar ekkert áhorfsmál heldur algjörlega klárt í starfsreglum um kirkjur og safnaðarheimili annars vegar og presta hinsvegar eins og þegar hefur komið fram. Það er prestanna og sóknarnefndanna að ákveða um slíkt en ekki Biskupsstofu.
Þessar reglur voru meira að segja settar í biskupstíð núverandi biskups! Ætli vinstri höndin viti ekki hvað sú hægri gerir á þeim bænum?


mbl.is Biskup gerir athugasemdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 458379

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband