Alvarlegar ásakanir

Ekki eru nú mikið viðbrögð við þessari frétt. Þó er hún, ef satt er, enn eitt dæmið um alvarleg brot Bandaríkjamanna á alþjóðalögum. Við höfum á árinu orðið vitni að morðinu á Osama bin Laden þar sem maðurinn var hreinlega myrtur með köldu blóði og ráðist inn í fullvalda ríki til að gera það.

Auk þess höfum við orðið vitni að því að stór hluti bandarískra þingmanna telja réttlætanlegt að beita pyntingum, þó svo að það sé brot á alþjóðalögum.

Þá er meðhöndlun Bandaríkjamanna á uppljósnaranum Manning auðvitað mjög alvarlegt brot á mannréttindum fanga.

Í Líbíu gerði bandarísk herflugvél árás á Gaddafi og lið hans þegar þeir voru að flýja Sitra. En að þeir hafi tekið þátt í aðgerðum á landi og átt sinn þátt í aftöku hans hefur ekki komið fram fyrr.

Síðustu fréttir eru þær að bandarískir embættismenn hafi lýst því yfir að Assad Sýrlandsforseti sé lifandi dauður, dead man walking. Það hlýtur þá að þýða að hann sé kominn á aftökulista Bandaríkjamanna, eða hvað?


mbl.is Pútín: Bandaríkin myrtu Gaddafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 459983

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband