Byrjar það enn einu sinni!

Það hefur verið merkilegt að sjá fréttaflutning Moggans og fleiri miðla undanfarin ár hvað Zimbabve varðar. En skýringin er einföld. Mugabe hefur verið hataður í Bretlandi alveg síðan skæruliðar hans unnu sigur á bresku nýlendustjórninni í Ródesíu eins og landið hét þá, og Mugabe og hans menn fóru að þjóðnýta eigur Breta í landinu.

Fyrir Bretum er Mugabe það sama og Saddam og Gaddaffi voru  fyrir Bandamönnum - fleinn í holdi. En þessir þrír eiga fleira sameiginlegt. Þeir aðhylltust - og aðhyllast (Mugabe) - allir sósíalisma og hafa stjórnað þannig. Nú eru Saddam og Gaddafi allir og kominn tími til að fækka enn í liði gömlu sósíalistanna. Assad forseti Sýrlands er einn, þótt ekki sé gamall, og gengur ágætlega að grafa undan honum. Mugabe er annar.

Það er reyndar merkilegt að NYT skuli leggja niður vinnu sem þessa því af nógu er að taka í heiminum af spilltum stjórnvöldum, og mörg miklu verri en þau í Zimbabve. En blaðið hefur undanfarið gengið erinda stjórnvalda í Wasington og flutt fréttir sem styðja þeirra utanríkispólitík. 

Skemmt er að minnast fréttaflutningsins  í Libýu stríðinu (og auðvitað í Írak einnig) þar sem NYT og fleiri fjölmiðlar birtu gagnrýnislaust fréttir sem þeir fengu beint frá CIA. Nú er verið að leika sama leikinn hvað Sýrland, Íran og nú Zimbavbe varðar.

Það er hins vegar þagað yfir framferði stjórnvalda í Eþíópíu gagnvart þegnum sínum, hvernig ástandið er á Fílabeinsströndinni, þar sem Frakkar gerðu sig freklega seka um íhlutun í innanríkismál, og í Kongó svo fáein lönd eru nefnd. Þessi lönd eru ekki "sósíalistísk" og því er ekkert hróflað við þeim.

Kalda stríðinu er nefnilega ekki lokið og líkur varla fyrr en Kína hefur verið lagt að velli ...


mbl.is Demantaauður í vasa Mugabes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 459987

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband