Gnarr ekkert betri en hinir

Það var ótrúlegt að horfa upp á hrokann í Jóni Gnarr í sjónvarpsfréttum þegar hann sagðist vel geta haft meira samráð við stjórn Orkuveitunnar þegar hann selur Perluna aftur!

Við skulum bara vona að hann fái hana ekki í hausinn aftur og þurfi því að selja hana tvisvar.

En það er í raun það sem er að gerast. Viljayfirlýsingin varðandi hæsta tilboðið í eignina eru svo glórulaus að hún mun vonandi aldrei standast. Tilboðsgjafarnir bitu svo höfuðið af skömminni með því að viðurkenna að þeir hafi sett alls kyns fyrirvara í tilboðið. Þessir fyrirvarar verða vonandi aldrei uppfylltir enda óaðgengilegir með öllu - ef allt væri með felldu.

En svo virðist ekki vera eftir því sem hljóðið er í Gnarr. Í raun er verið að selja lóðaréttindi og byggingarrétt á svæðinu en látið heita sem svo að verið sé að selja eign Orkuveitunnar. Hún fær þannig peninginn inn í sína hít og getur því grynnkað eitthvað á skuldum sinum!

Svo eru menn að tala um slæmt siðferði fjórflokkanna. Besti flokkurinn hefur beðið algjört skipsbrot með þessari stjórnvisku sinni.


mbl.is „Ástæðulaust upphlaup“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 296
  • Frá upphafi: 461718

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 244
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband