28.12.2011 | 03:18
Fyrst nöldrið ...
Þarna vantar nú fleiri leikmenn svo sem dönsku úrvalsdeildarleikmennina Eyjólf Héðinsson, SönderjyskE, og Aron Jóhannsson, AGF. Sérstaklega er undarlegt að Eyjólfur sé ekki með.
Þetta var sagt um Eyjólf í einum danska miðlinum, sagður besta söluvara Sönderjyske: SønderjyskE har på det nærmest gjort det til en tradition at sælge klubbens bedste islandske spillere. Sidste sommer blev Sölvi Ottesen solgt til FC København, og for et halvt år siden blev Olafur Skulason sendt til belgiske Zulte-Waregem. Næste mand på affyringsrampen ligner Eyjólfur Hédinsson, der er en af klubbens vigtigste spillere. Hédinsson har potentialet til noget større end SønderjyskE.
Einnig hefði vel mátt kíkja á Davíð Þór Viðarsson, fyrirliða Öster, en lið hans varð í 4. sæti í sænsku 1. deildinni í ár.
Í Noregi má nefna Harald Freyr Guðmundsson, Start, sem féll niður í 1. deildina norsku í ár. Þá er Andrés Már Jóhannesson, Haugasundi, athyglisverður leikmaður en lið hans lenti í 6. sæti í norsku úrvalsdeildinni.
Hætt er við að þessir menn fái ekki tækifæri í framtíðinni því Lagerbäck er frægur fyrir það að vera íhaldssamur hvað varðar val á leikmönnum.
Annars er ánægjulegt að sjá menn eins og Ara Frey Skúlason, Sundsvall, loksins í liðinu. Einnig Hjálmar Jónsson, Gautaborg, og Bjarna Eirík Ólafsson, Stabæk, auk Pálma Rafns, Stabæk, Theódórs Elmars, Gautaborg, og Ragnars Sigurðssonar, FCK. Þá er Veigar Páll kominn í náðina á ný sem er gleðilegt.
En leikmennirnir í íslensku liðinum hefðu allir mátt missa sín.
Lagerbäck búinn að velja sinn fyrsta hóp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.