31.12.2011 | 12:27
Ný forysta Samfylkingarinnar í vor?
Þetta er auðvitað athyglisverðar upplýsinga hjá Kristrúnu Heimis. Það er mark takandi á henni því hún hefur skipað sér í fylkingu þeirra afla innan Samfylkingarinnar sem er hvað mest hægrisinnuð og á móti ríkisstjórnarsamstarfinu við Vinstri græna. Hún var jú ein fárra sem varði Hrunstjórnina á sínum tíma og vildi ólm halda áfram samstarfinu við íhaldið.
Nú segir hún fullum fetum að skipt verði um forystu flokksins á aukalandsfundi í vor. Um það hafi í raun verið samið á flokkstjórarfundinum í gær. Þetta getur ekki þýtt annað en að Jóhanna Sigurðardóttir muni láta af formennsku flokksins og þá standa væntanlega einnig upp úr forsætisráðherrastólnum.
Þá eru ummæli hennar um flokkstjórnarfund í janúar einnig athyglisverður, en hann virðist hafa verið hluti af samkomulaginu í gær. Tilgangur þess fundar muni vera að ræða efnahags-, atvinnu-, auðlinda- og nýsköpunarmál og komast út úr einhverjum mánaðarlegum flöskuhálsi hvað þau mál varðar. Það væri auðvitað fróðlegt að vita hvað konan á við með þessu flöskuhálstali.
Það mikilvæga er þó að ofangreind mál eru ekki lengur á hendi Samfylkingarinnar (né Kristrúnar og hvað þá Árna Páls). Steingrímur er búinn að taka yfir þennan málaflokk - og ég efast um að hann láti einhvern flokkstjórnarfund Samfylkingarinnar segja sér fyrir verkum hvað þau mál varðar.
Ríkisstjórnin og forystan nær fallin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 460036
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.