"helt uvirkelig"!

Fólk á svæðinu, Byneset í Þrándheimi, er alveg undrandi yfir kröfu yfirvalda um að það þurfi að yfirgefa hús sín. Húsin eru mörg hver í margra kílómetra fjarlægð frá skriðunni og fjallinu sem hún féll úr og því hættan engin.

Þetta minnir á viðbrögðin hér heima í Eyjafjallajökulsgosinu - og svo sem einnig þegar flugbannið var.

Þá er kostulegt að lesa fjölmiðla á öðrum Norðurlöndunum. Stríðsfyrirsagnir um náttúruhamfarir við Þrándheim!! Skriðan sem féll þar, og langt frá íbúðabyggð, er minni en skriðan sem féll  í fyrra í Torfufellsdal í Eyjafirði og engum þótti fréttnæm!

Já, það er furðulegt að fylgjast með yfirvöldum almannavarna þessi misserin, ekki aðeins hér á landi heldur og annars staðar. Það er gerður úlfaldi úr mýflugu, sem gerir það eitt að verkum að traust manna á almannavörnum dvínar mjög og fólk fer að trássa skipanir þeirra.

Svo eru fjölmiðlarnar alveg sér á parti. Er virkilega svona mikil gúrkutíð að ekki sé hægt að finna merkilegri fréttir?

 


mbl.is Mikil aurskriða í Þrándheimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband