3.1.2012 | 09:01
Það verður nú meiri skáldskapurinn!
Nú, þegar það hefur sýnt sig að Kristrún fór með ósannindi þegar hún lýsti flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar á dögunum, þá má varla búast við trúverðugri skrifum hjá henni þegar hún lýsir stjórnmálunum frá árinu 2007 frá hennar bæjardyrum séð.
Hætt er við að þau skrif verði harla hlutdræg og sannleikurinn úr vegi færður miðað við lýsingu hennar á nýafstöðnum flokksstjórnarfundi. Þar lýsti hún stórkostlegum sigri Árna Páls-armsins í flokknum og að brottvikning hans úr ráðherraembætti hafi aðeins verið samþykkt með því skilyrði að forysta flokksins viki í vor (og Árni Páll yrði þá væmtanlega formaður í stað Jóhönnu!).
Í ljós hefur svo komið að engin skilyrði voru samþykkt og ekkert ákveðið um landsfund flokksins í vor! Breytingar á ráðherraliðinu hafi verið samþykktar með miklum meirihluta og andófsmennirnir, sem hæst létu, þannig beðið mikill ósigur!
Kristrún og hennar "armur" hafa sýnt sig horfa löngunaraugum í nýtt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn - og mun slíkt hafa legið að baki andófinu á flokksstjórnarfundinum.
Það er hins vegar merkilegt að Árni Páll sé orðin leiðtogi þessa arms því hann var á sínum tíma, ásamt Helga Hjörvar, helsti andstæðingur Hrunstjórnarinnar innan Samfylkingarinnar. Fræg er andstaða hans á borgarafundinum í Háskólabíói þar sem Ingibjörg Sólrún kvað upp úr með það að fundargestir væru ekki "þjóðin" (heldur væntanlega hún sjálf og enginn annar).
Árni Páll hefur svo sannarlega haldið illa á þeim spilum sem hann fékk í hendurnar við fall Hrunstjórnarinnar. Nú er það hann sem segist vera þjóðin!
Líklegt má telja að framagirndin hafi blindað manninum sýn - og svo auðvitað sami ráðgjafinn og atti Ingibjörgu Sólrúnu út í kviksyndið.
Ætlar að skrifa um stjórnmálin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 458387
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.