Ætli Össur viti af þessu?

Það bregðast allir marktækir aðilar við evrukreppunni á allt annan hátt en utanríkisráðherrann okkar. Meðan viðskiptamenn í Danmörku og Svíþjóð - og allur almenningur - verður æ fráhverfari hvers konar evrusamstarfi þá fagnar Össur Skarphéðinsson kreppunni í Evrópu og telur hana vera til góðs fyrir aðildarumsókn okkar og upptöku evrunnar. Afneitunin getur varla verið meiri!

Þá voru fréttir um fyrirhugaða ferð viðskiptaráðherrans fyrrverandi, Árna Páls Árnasonar, einnig til marks um strútseðli hjá Evrópusambandssinnum. Á meðan verið er að herða allar reglur um fjármál ESB-ríkjanna og draga úr undanþágum vegna þeirra, þá ætlaði ráðherrann gáfaði að fara á fund ESB og biðja um sérstakar undanþágur fyrir Íslendinga. Og væntingarnar um að hafa erindi sem erfiði voru miklar. 

Sem betur fer er sá ráðherrann farinn úr stólnum sínum en eftir situr sá sem hvað ákafast stingur hausnum í sandinn, utanríkisráðherrann okkar, og þrjóskast enn við.

Fer ekki að verða kominn tími til að gefa einnig honum frí?

 


mbl.is Danskir forstjórar vilja ekki evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 459971

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband