Já, hvað segir Gylfi hjá ASÍ við því?

Það er ótrúlegt að heyra hótanir Gylfa Arnbjörnssonar í fréttum í gær og í dag um að segja upp kjarasamningum vegna skattlagningar ríkisins á lífeyrissjóðina.

Eins og kemur fram í þessari frétt hafa eignir sjóðanna aldrei verið meiri en nú og þeir því vel aflögufærir. Einnig hefur komið fram í fréttum að eignir Framtaksjóðs, sem er í eigu lífeyrissjóðanna, hafa tvöfaldast nú á skömmum tíma.

Á sama tíma flytja fjölmiðlar furðulegar fréttir um mikla óánægju meðal ASÍ-manna og Gylfi formaður segir sömu fréttir frá "bakland" sínu!

Merkilegt hvernig hægrisinnaðir fjölmiðlar (sem eiga þó að vera hlutlausir, eins og RÚV) endurtaka þennan áróður sí og æ.

Markmiðið virðist vera það eitt að fella ríkisstjórnina. Er sorglegt til þess að vita að verkalýðshreyfingin geti ekki stutt fyrstu vinstri stjórnina sem hefur setið hér á landi.

Sýnir það vel hvernig samvinnan í lífeyrissjóðunum við atvinnurekendur hefur gjörbreytt verkalýðshreyfingunni - og það til hins verra.

 


mbl.is Eiga rúmlega 2 þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 459977

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband