Rannsóknar þörf

Það er full þörf á því að rannsaka af hverju þessi maður, Jens Kjartansson, fékk að starfa sem yfirlæknir á Landspítalanum þrátt fyrir að hann ræki einkastofu út í bæ, en það tvennt fer ekki saman og er bannað samkvæmt lögum.

Hér er því um augljóst lögbrot spítalans. Forstjórinn, Björn Zoega, segir að veitt hafi verið undanþága vegna Jens því ekki hafi fengist annar maður í starfið.

Eins og venjan er hér á landi þá virðist þessi yfirlýsing vera tekin góð og gild - og alls ekki sannreynd á neinn hátt. Það er auðvitað óeðlilegt í hæsta máta og verður að rannsakast að mínu mati.

Rannsóknin verður að snúast um það hvort starfið hafi verið auglýst (og enginn sótt) eða hvort yfirlæknirinn hafi verið ráðinn án undangenginnar auglýsingar.

Ég fæ ekki betur séð að hér hafi verið greinileg handvömm í starfi - mistök sem eru það alvarlega að eðlilegt sé að einhver yfirmanna Landspítalans axli ábyrgð á þessu lögbroti.

Beinast þá spjótin að forstjóranum.


mbl.is Jens hættur á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband