13.1.2012 | 04:31
Í "góðri trú"?
Þetta er merkileg fullyrðing. Hvernig vita Landslæknir og Lyfjastofnun að læknirinn hafi unnið með þessar brjóstafyllinginar "í góðri trú"? Af því að hann segir svo?
Ég sem hélt að það ætti að rannsaka þetta ferli allt saman en ekki gefa sér niðurstöðuna fyrirfram, niðurstöðu sem eftir öllu að dæma er röng og jafnvel gott dæmi um yfirklór samsekra!
Samkvæmt fréttum þá hélt læknirinn áfram að nota púðana eftir a2010 þegar þeir höfðu verið bannaðir hér á landi (í "góðri trú"?). Þá munu þeir hafa verið bannaðir í Bandaríkjum í 10 ár áður en bannið hér gekk í gildi - og verður að teljast líklegt að innflytjandi varanna hafi vitað af því banni.
Að auki er hann nú til rannsóknar hjá yfirvöldum fyrir skattsvik (í "góðri trú"?) svo það skýtur mjög skökku við að lýsa yfir sakleysi hans svona fyrirfram,
Landlæknisembættið og Lyfjastofnun hafa sýnt að þessi embætti sinntu ekki eftirlitshlutverki sínu í málinu. Nú bíta þau hins vegar höfuðið af skömminni með þessari yfirlýsingu. Hvar er dómgreindin?
Klárt lögbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 3
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 153
- Frá upphafi: 459962
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 142
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.