15.1.2012 | 09:05
Gott lið og góð umgjörð
Þónokkuð er skrifað í Noregi um félagaskipti Birkis Bjarnasonar og sýnist sitt hverjum.
Þó er ljóst að hann er kominn til toppklúbbs í Evrópu, liðs sem sló bæði sænsku og dönsku meistarana út úr Evrópukeppninni. Í grein um Birki í Aftenposten kemur fram að liðið hafi selt tvo miðjumenn nýlega og er Birki ætlað að koma í stað þeirra (leika hægra megin á miðjunni en hann hefur hingað til leikið vinstra megin eins og menn vita). Mikil og góð stemmning er á heimaleikjum liðsins á velli sem tekur 24.000 áhorfendur (og er yfirleitt þéttsetinn á leikjum heimaliðsins).
Það merkilega er að stjórn Standard Liege hefur aldrei séð Birki í leik en veit samt heilmikið um hann (t.d. að hann sé góður að koma sér inn í vítateiginn og skora þaðan). Vonandi fær hann tækifæri sem fyrst en af greininni að dæma liggur liðinu ekkert á að nota hann (6-1 sigur á ágætu liði Beerschot skýrir það).
Sjá http://fotball.aftenposten.no/internasjonal/article219763.ece
Jón Guðni tapaði stórt í fyrsta leiknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 6
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 156
- Frá upphafi: 459965
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 145
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.