19.1.2012 | 09:29
Ómerkilegir Norðmenn
Það var öllum ljóst sem horfðu á leikinn að dönsku dómararnir voru mjög hliðhollir Norðmönnum. Íslendingar fengu ekkert gefins en Norðmenn margt.
Svo var mjög leiðinlegt að fylgjast með norsku leikmönnunum vera að smjaðra fyrir dómurunum allan leikinn, betlandi um víti og fleira.
Því var ekki nema von að þeir urðu fúlir þegar þeir fengu ekki gefins vítakastið þarna í lokin. Taktík þeirra gekk þannig ekki fullkomlega upp.
Annars er merkilegt hvað danskir dómarar eru okkur alltaf erfiðir. Nú voru þeir næstum búnir að senda okkur út úr keppninni.
Hver orsökin er veit maður ekki. Kannski er það þessi landlægi hroki Dana gagnvart okkur Íslendinum. Þeir líta niður á okkur enda gömul herraþjóð yfir Íslandi. Gömul nýlenda fær ekkert gefins.
Dómararnir: Var aldrei víti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 49
- Sl. sólarhring: 134
- Sl. viku: 298
- Frá upphafi: 459219
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 274
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 47
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.