Slóvenar góðir við okkur!!

Þetta er alveg rétt hjá íþróttafréttamanninum hér á mbl.is (sama í sjónvarpinu). Slóvenar voru greinilega að passa sig á því að vinna okkur ekki of stórt, köstuðu boltanum beint út af í tveimur síðustu sóknunum (og reyndu ekki að koma í veg fyrir að við skoruðum og minnkuðum muninn í tvö mörk)!

Nú er bara að biðja og vona að Norðmenn ná ekki í stig gegn Króötum (og kæri svo ekki okkar leik í kjölfarið!)!

Annars fékk ég ekki betur séð en Guðmundur Guðmundsson hafi verið að koma sér út úr landsliðsþjálfarastarfinu. Kurteislegum spurningum Einars Jónssonar á RÚV var svarað með "því getur þú svarað eins vel og ég ... [stop]. og "þú sást það eins vel og ég ... [stop]"! Guðmundi tókst reyndar að hemja sig en honum tókst þó ekki að leyna hvað hann var fúll!

Og það var ekkert honum að kenna heldur aðeins leikmönnunum. Varnarleikurinn var hörmulegur, markvarslan engin (og svo benti Einar á að tæknifeilarnir í sókninni hafi verið fjölmargir ...).

Einar hefði átt að bæta við að stjórnun Guðmundar á leiknum hafi verið hörmuleg eða réttara sagt engin. Spilað með sömu mönnun allan leikinn, bæði í sókn og vörn, þrátt fyrir að full ástæða hefði verið að hvíla menn eins og Aron Pálmarson og Alexander (sem voru langt frá sínu besta).

Þetta er einmitt vandamálið hjá Guðmundi og hefur alltaf verið. Hann treystir ekki nema örfáum leikmönnum. Svo talar hann um "þunnan hóp"! Af hverju velur hann ekki bara 10 manna hóp fyrst hann notar ekki fleiri? Það er jú miklu ódýrara fyrir Sambandið!

Annars eru Slóvenarnir góðir, með miklu betra og efnilegra lið en Íslendingar. Þetta eru flestallt ungir strákar - sem þjálfarinn treystir og þorir að nota. Já, flott lið!

Og: Djöfull er Guðmundur að verða þreyttur!!!!

 


mbl.is Tap og treyst á Króata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 157
  • Frá upphafi: 459966

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 146
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband