Að kenna öðrum um

Það er búið að vera leiðindartónn í þessum leikmanni alla keppnina og spurning hvort hann líti ekki full stórt á sig. Frammistaða hans á mótinu hefur amk ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir en samt leyfir hann sé enn og aftur að gagnrýna vörn íslenska liðsins.

Ég sá ekki betur en að sóknin hefði hikstrað hvað eftir annað, verið oft á tíðum of hægt og hugmyndalítil, og það ekki síst verið Aroni að kenna. Þá er hann sjálfur alls ekki góður varnarlega og hefði alltaf átt að fara útaf eftir sóknirnar.

Það er í raun ekkert skrítið að ekki hafi komið meira út úr Aroni en raun ber vitni. Hann er í hörkuliði úti í Þýskalandi og fær skiljanlega lítið að spila þar. Drengurinn er einfaldlega í lélegri leikæfingu.

Því kemur það á óvart hversu lengi Guðmundur lætur hann spila og það þótt illa gengi. Þegar Frakkar voru að vinna upp muninn í leiknum í gær (skoruðu m.a. 8 mörk gegn 3) og Aron að spila illa, þá gerði þjálfarinn engar breytingar.

Og Ólafur Guðmundsson sem átt góða innkomu í lok leiksins gegn Ungverjum, kom með góðan hraða og ógnun, sat enn og aftur á bekknum allan leikinn! Samt er hann í mjög góðri leikæfingu, spilar mikið með liði sínu í Danmörku og spilar í mjög sterkri deild. Af hverju ekki að treysta honum betur?

Heilt yfir er frammistaða íslenska liðsins ekki góð - og stjórnunin á liðinu afar slök. Ef menn ætla sér eitthvað með þetta lið næstu misserin (HM og ÓL frammundan) þarf að skipta um mann í brúnni.

 


mbl.is Aron Pálmars: Getum verið þokkalega sáttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 456857

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband