"segjast hafa áhyggjur"

Það er alltaf jafn grátbroslegt að heyra hljóðið í þeim sem styðja ofbeldisöfl til valda - og segjast svo eftirá hafa áhyggjur af stöðu mála, svo sem af mannréttindabrotum.

Vesturveldin eiga auðvitað sökina á ástandinu í Libýu eftir valdaránið þar, rétt eins og í Írak og Afganistan. Það er ekki nóg að bomba þessi lönd sundur og saman til að "frelsa" þau, heldur verður að sjá til þess að "frelsunin" sé raunveruleg.

Og auðvitað verður "frelsarinn" að hafa siðferðilegt þrek til að haldda uppi lögum, reglum og réttlæti í þessum löndum. Því fer fjarri. Fjölmargar fréttir berast af níðingsskap innrásaraliðanna, svo sem af bandarískum hermönnum að kasta þvagi á lík uppreisnarmanna.

Síðasti skandallinn í þessu er sá að danskir herprestar í Afganistan taka þátt í hernaði landa sinna, beita skotvopnum og kasta sprengjum, þó svo að það sé alfarið bannað samkvæmt aljþoðalögum.

Nýi hernaðarmálaráðherrann í Danmörku, sem er úr jafnaðarmannaflokknum, yppir bara öxlum og segir að prestarnir ráði hvað þeir geri.

Já, vestrænt frelsi og jafnrétti er alltaf samt við sig.


mbl.is Pynta fanga til dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband