29.1.2012 | 23:35
Einmitt!
Þetta hefur verið altalað lengi, þ.e. að stóru ríkin brjóta reglur ESB og komast upp með það. Hins vegar sé litlu ríkjunum refsað harðlega ef þau gera slíkt hið sama (Grikkland gott dæmi núna).
Í raun hefur það sýnt sig, ekki síst upp á síðkastið, að stóru ríkin nota Evrópusambandið sem eins konar nýlendustofnun. ESB er notað til að ná tökum á litlu ríkjunum í Evrópu rétt eins og gert hefur verið á ýmsan hátt í gegnum aldirnar í álfunni.
Nú, í kreppunni, er sambandið að snúast upp í andhverfu sína. Í stað þess að tryggja frið í Evrópu, eins og því var ætlað, er það orðin mesta hættan við friðinn.
Síðasta og besta dæmið um það eru hugmyndir Þjóðverja um að svipta Grikkland sjálfsákvörðunarrétti yfir fjármálum sínum - og gera landið þar með að nýlendu.
Þessi afhjúpun á raunverulegu eðli ESB virðist ekki hafa nein áhrif hér á landi. Meirihluti þjóðarinnar vill, samkvæmt síðustu skoðanakönnun, ljúka aðildarviðræðum við þetta mikla skrýmsli - þó svo að það séu aðeins 60 ár síðan Ísland losnaði undan síðustu nýlenduherrum, Dönum.
Er þjóðinni alls varnað?
Þjóðverjar vildu ekki sektir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.