Silkihanskar

Mér finnst nú þessi skýrsla dáldið skrítið. Þarna er verið að upplýsa um hundruð milljarða krónu tap (480 milljarða!) en samt stigið mjög varlega til jarðar. Það er eins og nefndarmennirnir hafi of mikil tengsl við sökudólgana. Þarna er allt morandi í undirstatementum: "laust í reipunum að mörgu leyti". Alvarleg vanræksla, tja allavega "sofið á verðinum". Svo komu orð eins og "kannski" og "ef til vill" fyrir í öðru hverju orði.

Auk þess má benda á að tíminn sem þetta mál fékk í Kastljósi var furðanlega stuttur. Helgi Seljan var varla byrjaður að spyrja þegar viðtalinu lauk. Hvað með ábyrgðina t.d. Af hverju var ekki spurt hvort þessir menn ættu að sæta ábyrgð (og svo var stór hluti af þættinum um einhver töframann!!). Annars á þetta einnig við um fréttatímanna. Tekið var silkihöndum á mönnum eins og Arnari Sigurmundssyni sem hlýtur að bera höfuðábyrðina. Hann var aldrei spurður þeirra spurningar sem eðlilegust er. "Ætlar þú að bera ábyrgð og segja af þér"?

Nei, nei, alls ekki! Spurt var heldur hvað menn ætluðu að gera í framtíðinni til að bæta þetta (eins og það sé sjálfgefið að þeir eigi einhverja framtíð í starfi eftir þetta geigvænlega klúður!).

 


mbl.is Verðum að læra af reynslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 459979

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband