24.2.2012 | 13:41
Er ekki Nýja testamentið vandamálið?
Segja má að sr. Hallgrímur sé trúr Nýja testamentinu að mestu í frásögn sinni í Passíusálmunum af píslarsögu JK.
Reyndar mun hann einkum hafa fylgt samantekt þýska siðbótarmannsins Bugenhagens á guðspjöllunum fjórum en sú samantekt var þýdd snemma á siðbótartímanum og gefin út árið 1558 hér á landi (og oft síðan í Helgisiðabók prestanna).
Þannig má segja að gagnrýni gyðinganna nú sé óbein gagnrýni á frásögur Nýja testamentisins af píslargöngu Jesú frá Nazaret og túlkun þýsku siðbótarinnar á þeim.
Því væri í raun eðlilegast og heiðarlegast af þessari gyðinglegu stofnun að krefjast banns á notkun Nýja testamentisins í opinberu rými - svo sem í guðþjónustum í útvarpi á sunnu- og helgidögum því þar komi fram andúð á gyðingum.
Já eða banna kristindóminn sem slíkan, og ekki síst lútherskuna, því hann feli í sér andúð á gyðingdómi.
Mótmælir lestri Passíusálmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.