20.3.2012 | 09:04
Eitt kýrverð?
Guðbrandsbiblía kostnaði nú 2-3 kýrverð svo þessi bók er ekki hálfdrættingur á við hana!
Annars er þessi útreikningur á verði á bókum miðað við kýrverð nokkuð villandi. Kýrverð er komið upp úr öllu valdi vegna kvótavitleysunnar sem spennir upp verðið á blessuðum kúnum!
Hér áður fyrr var talað um að 6 ærgildi jafngildi einu kúgildi. Verð á ám voru lengi um 5000 kr., er líklega eitthvað hærri nú vegna þess að kvótinn hefur einnig hækkað þar, en varla meira en í 8-9000 kr.
Því er eðlilegt að tala um uppfært kýrverð frá því í gamla daga sem 50.000 kr., eða í mesta lagi 100.000 kr., en aldrei hátt í 200.000 kr.
Þetta geypiverð sýnir einfaldlega út í þvílíkar öfgar kvótakerfið í landbúnaði er komið.
Kýrverð fyrir bók Benedikts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.