Ótrúleg frétt um fjöldamorðinga!

Já, það er ekki sama Jón og sr. Jón.

Ég leyfi mér að efast um að nokkurn tímann hafi í vestrænum  fjölmiðli (hvað þá íslenskum) verið skrifað á þennan hátt um muslimskan "hryðjuverkamann" eins og gert er um þennan morðingja.

Hann elskar jú börn og allt sem veikburða er.

Skilaboðin eru þá væntanlega þau að Afganir séu ekki menn heldur eitthvað annað, einhvers konar. óæðri verur. Því eigi skilgreiningin börn ekki við um afgönsk börn - og afganskar konur ekki um konur almennt. Afganskir borgarar eigi ekki við um almenna borgara sem eru jú friðhelgir í stríði.

Ég vil jú minna á hneyksunina yfir framferði þýsku nasistanna í seinni heimsstyrjöldinni sem tóku 50 almenna borgara af lífi fyrir hvern þýskan hermann sem drepinn var. Þetta afvik í Afganistan minnir á slíkar hefndaraðgerðir - og er ekki fyrsta sinnar tegundar sem bandarískir hermenn hafa gerst sekir um í hernáminu þar.

Fréttamiðill eins og Morgunblaðið verður að hugsa sig um tvisvar áður en það þýðir frétt sem þessa. Hvaða skilaboðum er eiginlega verið að koma á framfæri?


mbl.is Eiginkonan segir ákærurnar ótrúlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband