29.3.2012 | 13:44
Skammarleg framkoma forsætisráðherra
Það er að verða æ betur ljóst að Jóhanna er gjörsamlega óhæf sem leiðtogi ríkisstjórnar. Svona framkoma gagnvart fyrrum samstafsmanni í ríkisstjórn og núverandi meðlimi stjórnarmeirihluta er auðvitað til háborinnar skammar.
Það vita svo allir sem vilja vita að það var Samfylkingin sem tafði málið eins og mögulegt væri til að koma Jóni úr starfi.
Við sjáum það vel núna, þegar næstum sama frumvarp er lagt fram, að skyndilega eu allir þingmenn Samfylkingarinnar meðmæltir því.
Í nýja frumvarpinu er eins og í því fyrra valið að fara nýtingarleiðina, en ekki fyrningaleiðina sem mikið var talað um fyrir kosningar. Það er jafnvel gengið enn lengra nú í að festa núverandi fyrirkomulag í sessi en gert var í frumvarpi Jóns Bjarnasonar. Nýtingarréttur verði allt að 50 árum eins og Hreyfingarfólkið hefur verið að benda á.
Það er augljóst að andstaðan gegn frumvarpi Jóns var til komin vegna andstöðu hans við ESB. Það sannar þetta nýja frumvarp og jákvæð viðbrögð Samfylkingarinnar við því.
Ég tel að allt þetta ferli sýni að ekki sé hægt að starfa með Samfylkingunni, allavega ekki undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur.
Sjaldan heyrt aumari málflutning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 458039
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.