6.5.2012 | 15:38
Að kosta gerð deiliskipulags
Þessar fréttir eru auðvitað athyglisverðar, sérstaklega í ljósi nýlegra frétta af hinum umdeildu framkvæmdum við Þorláksbúð þar sem m.a. kom fram að þjóðkirkjan hafi þegar lagt eina og hálfa milljón í verkefnið og hafi lofað að þremur milljónum í viðbót (án þess að nokkuð bókhald sé fært vegna framkvæmdanna)!
Með þessari samþykkt Kirkjuráðs um að byggja eftirlíkingu af miðaldakirkju er enn verið að skuldbunda sig fjárhagslega - þ.e. með því að kosta gerð deiliskipulags. Þetta þýðir að þjóðkirkjan mun leggja fram umtalsvert fé (deiliskipulag sem þetta er ekki ókeypis) áður en nokkrir aðrir aðilar þurfa að gera það - og byrjar þannig á verki sem í raun er alls ekki vitað hvort nokkurn tímann verði að veruleika.
Auk þess sýnist mér að með þessari samþykkt sé kirkjan að skuldbinda sig til þess að leiga þeim aðilum, sem standa að hugmyndinni um miðaldakirkju, afnot af Skálholtsskóla og öllum aðbúnaðinum þar (fjölda gistiherbergja, fyrirlestrasala og veitingarstaðar svo eitthvað sé nefnt) samanber. 3. grein a í samþykkt Kirkjuráðs: "3. Gengið verði til samninga við forsvarsmenn verkefnisins um: Athugun á sameiginlegum rekstri miðaldadómkirkju og veraldlegri starfsemi í Skálholti og tillögur um skipan þeirra mála".
Hér virðist því vera jafn bratt af stað farið og með byggingu Þorláksbúðar, nema að hér er um miklu viðameira verkefni að ræða og skuldbindingar meiri en hvað Búðina varðar.
Auk þess má benda á kvartanir yfirmanna þjóðkirkjunnar vegna bágrar fjárhagstöðu hennar og yfirlýsingar verðandi biskups um nauðsyn þess að fækka starfsmönnum og leggja niður kirkjur vegna fjárskorts!
Þetta skref virðist því harla óráðlegt þó svo að slegnir séu varnaglar um að kirkjan taki ekki fjárhags legan þátt í verkefninu. Hvað t.d. með fyrirhugaða stofnun sjálfseignarfélags, tekur þjóðkirkjan þátt í því eða ekki?
Kirkjan samþykkir miðaldadómkirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.