7.5.2012 | 12:27
"sjónarmið sátta"?
Það er greinilega sett huglægt sérmat hjá Samiðn á hvað séu sættir og hvað ekki - og einnig fagleg sjónarmið sem og flokkspólitík.
Það hafa nefnilega engar sættir verið um virkjunarframkvæmdir í neðri-Þjórsá. Bæði hafa landeigendur og sveitastjórnir á svæðinu mótmælt þeim harðlega sem og náttúruverndarsamtök. Nú síðast hafa veiðifélög og hagsmunasamtök hvað laxveiði varðar gengið í hóp mótmælenda. Þar liggja fagleg sjónarmið að baki - sem virkjunarsinnar gera ekkert með.
Þá hefur þessi áform lengi einkennst af flokkspólitík, en fyrst núna er farið að gæta jafnvægis á því sviði.
Samþykkt Samiðnar er þannig slæmt vindhögg og sýnir einungis hvað félagið er orðið háð hinum gamla höfuðandstæðingi sínum, atvinnurekendum, og hversu langt verkalýðsfélögin eru farin að ganga í þjónkun sinni við fjármagnseigendur.
Samiðn hafnar pólitískum afskiptum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.